Nýjast á Local Suðurnes

Flugslysaáætlun var virkjuð fyrir Keflavíkurflugvöll

???????

Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli um klukkan 13 í dag vegna tilkynningar um bilun í flugvél United Airlines, en samkvæmt upplýsingum frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra var flugslysaáætlun virkjuð fyrir Keflavíkurflugvöll, viðbúnaðarstigið var rauður. Það þýðir að allir viðbragðsaðilar sem eru á suðvesturhorninu voru virkjaðir. Þeirra á meðal eru björgunarsveitir, lögregla, slökkvilið, sjúkrabílar, heilbrigðisstofnanir, Landhelgisgæslan og fleiri.

Hættustigið hefur nú verið afturkallað eftir að vélinni var lent án vandræða og verið er að afturkalla allan viðbúnað. 178 farþegar voru um borð í vélinni og mun Rauði krossinn verða þeim innan handar.