Nýjast á Local Suðurnes

Hættusvæði stækkað

Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumatskort fyrir svæðið í kringum Grindavík og Svartsengi. Út frá nýjum gervitunglamyndum af Svartsengi og kvikuganginum ásamt gögnum sem voru til umræðu í morgun með almannavörnum, sérfræðingum frá Veðurstofunni og Háskóla Íslands hefur hættusvæðið verið stækkað frá því áður.

Hættusvæðin eru þrjú eins og sjá má á kortinu. Almannavarnir og Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa kortið til hliðsjónar í skipulagninu fyrir svæðið.

Ítarlegri umfjöllun er að finna hér: https://www.vedur.is/um-vi/frettir/jardskjalftahrina-nordan-vid-grindavik-hofst-i-nott