Nýjast á Local Suðurnes

Birgir Þórarinsson orðaður við Sjálfstæðisflokkinn

Mynd: Wikipedia

Möguleiki er á að Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins fyrir Suðurkjördæmi, muni yfirgefa þingflokkinn og er hann orðaður við Sjálfstæðisflokkinn ásamt samflokksmanni sínum Sigurði Páli Jónssyni. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Heimildir Fréttablaðsins herma að Birgir og Sigurður Páll séu afar ósáttir við framgöngu og endurkomu samflokksmanna sinna sem tóku þátt í hinu umtalaða Klausturmáli og skoði nú stöðu sína.