Nýjast á Local Suðurnes

Funda fyrir hádegi um stöðuna við Þorbjörn

Bæjarstjórn Grinadvíkur mun funda með almannavarnanefnd, skipulags- og tæknideild bæjarsins, lögreglustjóra og fulltrúa frá HS orku klukkan tíu, þar sem næstu skref vegna kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn verða ákveðin.

Þetta kemur fram á vef RÚV en þar er haft eftir Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkurbæjar að fólk hugsi til þess hvernig framtíðin kunni að vera þó að ekki séu líkur á því að alveg á næstunni muni eitthvað stærra og fyrirvaralaust gerast.

Þá hefur verið boðað til íbúafundar í Grindavík klukkan fjögur í dag þar sem farið verður nánar yfir stöðuna með sérfræðingum og fulltrúum frá lögreglu og Almannavörnum.