Nýjast á Local Suðurnes

The Voice Ísland teknir upp á Ásbrú – Myndir!

Fyrstu tökur á The Vice Ísland fóru fram í Atlantic Studios á Ásbrú á Ljósanótt, um var að ræða tökur á svokölluðum “blind audition” sem þeir sem hafa horft á erlendar útgáfur þáttana ættu að kannast við, en þar velja þjáfararnir sér söngvara til að þjálfa án þess að sjá keppendur.

Sviðsmyndin sem byggð hefur verið fyrir framleiðsluna í Atlantic Studios er einkar glæsileg og ljóst að mikil vinna hefur verið lögð í að skapa sama andrúmsloft og fólk þekkir úr erlendu þáttaröðunum. Þjálfarar í þáttunum eru ekki af verri endanum, þau Helgi Björns, Unnsteinn Manuel, Svala Björgvins og Salka Sól munu sjá um að þjálfa keppendur í vetur.

Næstu tökur fara fram á Ásbrú eftir um það bil mánuð.

thevoice2

thevoice3

thevoice4

Hér má sjá hluta af teyminu á bakvið The Voice. Hrefna, Þórhallur, Jón Haukur, Alda, Hildur og Anna