Kósýkvöld á Bryggjunni – Pálmi Sigurhjartarson og Daddi taka lagið
Það verður notaleg kvöldstund á Bryggjunni í Grindavík í kvöld. Þar munu Dagbjartur Willardsson og Pálmi Sigurhjartarson píanósnillingur taka lög úr ýmsum áttum sem flest hver eru róleg og þægileg. Guðrún Lilja, dóttir Dadda, mun líka taka lagið til að lækka aðeins meðalaldur flytjenda. Tilvalið tækifæri til að slappa af eftir götuhlaup Sjóarans síkáta og koma sér í gírinn fyrir komandi hátíðarhöld.
Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og er frítt inn eins og vanalega á Bryggjunni.