Nýjast á Local Suðurnes

Handflokka þúsundir taskna – Fimm millj­ón­ir taskna fara um flokk­un­ar­kerfið í ár

Nýtt farangursflokkunarkerfi er ein af orsökunum fyrir töfum

Starfsfólk flugþjónustufyrirtækjanna á Keflavíkurflugvelli hafa haft í nógu að snúast í dag, en verið er að taka í notkun nýtt farangursflokkunarkerfi í flugstöðinni, þannig að handflokka þarf allan farangur næstu daga. Isavia, Rekstraraðili Keflavíkurflugvallar, biðlaði til farþega um að mæta þremur tímum fyrir brottför næstu daga, til að komast hjá töfum vegna þessa.

Magn far­ang­urs sem fer um Kefla­vík­ur­flug­völl hef­ur auk­ist í sam­ræmi við auk­inn fjölda ferðamanna. Um 7.000 tösk­ur fara um flokk­un­ar­kerfið þessa dag­ana en til sam­an­b­urðar var stærsti dag­ur árs­ins 2013 um 6.000 tösk­ur.

Gert er ráð fyr­ir því að í júlí­mánuði þegar mest geng­ur á verði á bil­inu tíu til tólf þúsund tösk­ur flokkaðar á Kefla­vík­ur­flug­velli á hverj­um degi. Þá muni tæp­lega fimm millj­ón­ir taskna fara um flokk­un­ar­kerfið í ár.

Nýtt 3.000 fer­metra hús var byggt um nýja flokk­un­ar­kerfið en með því er meðal ann­ars betri aðstaða til að flokka far­ang­ur í tengiflug sem hef­ur auk­ist mikið en einnig fyr­ir far­ang­urs­gáma breiðþotna líkt og þeirra sem Icelanda­ir og Wow Air eru að taka í notk­un.