Nýjast á Local Suðurnes

Tæplega þúsund áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll í desember

Flugumferð um Keflavíkurflugvöll eykst hratt í jólamánuðinum og var hún nærri tvöfalt meiri núna en á sama tíma árið 2012. Í des­em­ber 2012 voru farn­ar 548 áætl­un­ar­ferðir frá Kefla­vík­ur­flug­velli og í des­em­ber 2015, þrem­ur árum síðar, voru þær orðnar 997.

Það er ferðavefurinn Túristi.is sem greinir frá þessu, en í umfjöllun vefsíðunnar kemur einnig fram að það hafi verið ell­efu flug­fé­lög sem héldu uppi áætl­un­ar­flugi frá Kefla­vík­ur­flug­velli árið 2015. Þá kemur fram í umfjöllun Túrista að sem fyrr sé Icelanda­ir lang­um­svifa­mesta flug­fé­lagið hér á landi en vægi fé­lags­ins minnki milli ára þrátt fyr­ir fjölg­un áfangastaða og ferða. Ástæðan er sú að lággjaldaflugfélögin WOW air og ea­syJet hafa hlut­falls­lega aukið sín um­svif meira.