Nýjast á Local Suðurnes

Atvinnusörfari heimsótti Akurskóla – Breytti öllu að segja skilið við áfengi og tóbak

Á dögumum kom Heiðar Logi, sem er eini og fyrsti atvinnusörfarinn hér á landi, í heimsókn í Akurskóla og hélt fyrirlestur fyrir nemendur í 8. – 10. bekk skólans.

Heiðar ólst upp með mikla ofvirkni og athyglisbrest sem stjórnaði lífi hans vel og lengi. Hann var á sterkum lyfjum frá 6 ára aldri. Tíu árum síðar, 16 ára unglingur, ákvað hann að hætta og hefja nýjan kafla í sínu lífi. Heiðar sagði skilið við áfengi þegar hann var 19 ára og hætti að reykja á aldrinum 20 ára.

Hann fræddi nemendur um sinn hreina lífstíl og hvað það hefði gert fyrir hann og hvernig það hefur hjálpað honum að fylgja draumum sínum. Hann ræddi einnig um mikilvægi þess að standa með sínum ákvörðunum þrátt fyrir þrýsting frá jafnöldrum.

Nemendur voru mjög áhugasamir og spurðu skemmtilegra spurninga.

Fyrirlesturinn var hluti af heilsu- og forvarnaviku Suðurnesja.