Mikill viðbúnaður við smábátahöfnina í Keflavík

Slökkvilið á Suðurnesjum, björgunarsveitir, sjúkrabílar og lögregla voru kölluð að Skessuhelli við smábátahöfnina í Keflavík klukkan 13.15 í dag.
Samkvæmt upplýsingum sem stærstu fréttamiðlar landsins, Vísir og mbl.is hafa frá Brunavörnum Suðurnesja stóðu aðgerðir yfir í um tvær klukkustundir, en ekki fengust nánari upplýsingar um málið. Þó kemur fram að Lögregan á Suðurnesjum fari með rannsókn málsins.