Nýjast á Local Suðurnes

Óska eftir tillögum að nafni – Hugmyndaríkir leggi höfuð í bleyti

Reykjanesbær óskar eftir tillögum frá íbúum um nafn á viðburðarsíðu fyrir Reykjanesbæ. Hugmyndin er að safna saman helstu viðburðum í Reykjanesbæ á eina vefsíðu, hvort sem viðburðirnir tengist menningu, íþróttum, hátíðum, ráðstefnum, afþreyingu eða einhverju öðru.

Leitað er eftir nafni sem er lýsandi fyrir viðburðasíðu sem hefur jafnvel skírskotun í okkar nærumhverfi, segir í tilkynningu á vef sveitarfélagsins.

Hugmyndaríkir bæjarbúar og aðrir eru hvattir til þess að leggja höfuðið í bleyti og skila inn tillögum

SMELLTU HÉR TIL AÐ SENDA INN HUGMYND