Nýjast á Local Suðurnes

Óska eftir tillögum að jólahúsi

Íbúar Reykjanesbæjar geta komið með tillögur að jólahúsi Reykjanesbæjar. Húsasmiðjan í Reykjanesbæ ætlar að styðja við bakið á þessu uppátæki með gjafabréfi til þess húss sem verður hlutskarpast í leiknum.

Ferlið er sáraeinfalt, segir í tilkynningu. Ef þú sérð hús sem þér finnst ástæða til að vekja athygli á fyrir flottar skreytingar, þá smellirðu mynd af húsinu og leggur götuheiti og númer á minnið. Síðan er tillagan sett hér og myndinni hlaðið inn og götuheiti og númer skráð.

SENDA INN TILLÖGU

Tekið er við tilnefningum til 17. desember.

Hægt er að senda inn tilnefningar til og með 17. desember næstkomandi. Menningar- og þjónusturáð fer yfir tilnefningarnar og velur jólahús Reykjanesbæjar. Afhending viðurkenninga fer síðan fram í Aðventugarðinum á Þorláksmessu þar sem sigurvegarar fá einnig afhenta vinninga í boði Húsasmiðjunnar.