sudurnes.net
Óska eftir tillögum að jólahúsi - Local Sudurnes
Íbúar Reykjanesbæjar geta komið með tillögur að jólahúsi Reykjanesbæjar. Húsasmiðjan í Reykjanesbæ ætlar að styðja við bakið á þessu uppátæki með gjafabréfi til þess húss sem verður hlutskarpast í leiknum. Ferlið er sáraeinfalt, segir í tilkynningu. Ef þú sérð hús sem þér finnst ástæða til að vekja athygli á fyrir flottar skreytingar, þá smellirðu mynd af húsinu og leggur götuheiti og númer á minnið. Síðan er tillagan sett hér og myndinni hlaðið inn og götuheiti og númer skráð. SENDA INN TILLÖGU Tekið er við tilnefningum til 17. desember. Hægt er að senda inn tilnefningar til og með 17. desember næstkomandi. Menningar- og þjónusturáð fer yfir tilnefningarnar og velur jólahús Reykjanesbæjar. Afhending viðurkenninga fer síðan fram í Aðventugarðinum á Þorláksmessu þar sem sigurvegarar fá einnig afhenta vinninga í boði Húsasmiðjunnar. Meira frá SuðurnesjumAftur til fortíðar: Myndaleikur Isavia – Sjáðu allar myndirnar!Einfalt og hollt – Fiskur og franskar á 20 mínútum!Samkeppni um best skreytta húsið og best skreyttu götunaJólahús Reykjanesbæjar við BorgarvegHér verður Búllan staðsett – Átt þú inni borgara?Þrír nýir veitingastaðir opna á KEFSuðurnesjastjörnutabloidblaðamaður sprengdi NútímannHeitt í kolunum við eldstöðvarnar – Skelltu sér í sleik í beinniDagbjörg dælir nesti í viðbragðsaðila – Þakklátar fyrir styrki frá fyrirtækjumRæktin til sölu eins og [...]