Nýjast á Local Suðurnes

Heitt í kolunum við eldstöðvarnar – Skelltu sér í sleik í beinni

Það hitnaði heldur betur í kolunum hjá unga fólkinu á myndinni hér fyrir ofan þegar það heimsótti gosstöðvarnar við Fagradalsfjall, svo mikið að það var skellt í sleik af ákafari gerðinni og það í beinni útsendingu frá einni af nokkrum vefmyndavélum á svæðinu.

Þetta annars fallega augnablik nýtti tónlistarmaðurinn Þórður Helgi Þórðarson, eða Dj. Doddi litli sér til kynningar á nýju lagi sínu, Dans og sleik, sem hægt er að nálgast á Spotify. Myndbandið af sleiknum góða og tengil á lagið má finna hér fyrir neðan.

https://m.facebook.com/story.php?story_fbid=10157951179421394&id=691176393