Nýjast á Local Suðurnes

Færri Suðurnesjanemar prófa kannabis – Tóbaksneysla í vör yfir landsmeðaltali

Færri framhaldsskólanemar á Suðurnesjum prófa neyslu kannabisefna, sé miðað við meðaltal annara umdæma á landinu, samkvæmt nýjum Lýðheilsuvísi Embættis Landlæknis fyrir Suðurnesjasvæðið.

Þá er ölvunardrykkja framhaldsskólanema á Suðurnesjum undir landsmeðaltali samkvæmt Lýðheilsuvísinum. Reykingar og tóbaksneysla í vör eru hins vegar lítð eitt yfir landsmeðaltali á meðal námsmanna.

Lýðheilsuvísum er ætlað að auðvelda sveitarfélögum og heilbrigðisþjónustu að greina stöðuna í eigin umdæmi, finna styrkleika og veikleika og skilja þarfir íbúanna þannig að hægt sé að vinna að því að bæta heilsu og líðan.