Nýjast á Local Suðurnes

Björguðu sjómanni við erfiðar aðstæður

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Landsbjörg

Mann­björg varð í nótt er sjó­manni á litl­um fiski­bát var komið til bjarg­ar rétt norðan við Voga á Vatns­leysu­strönd eft­ir að bátur hans varð vél­ar­vana og rak hratt að landi. í tilkynningu frá Björgunarsveitinni Þorbirni segir að aðstæður á svæðinu hafi verið afar erfiðar.

Björg­un­ar­sveit­ir af Suður­nesj­um ásamt tog­ar­an­um Sól­eyju Sig­ur­jóns GK náðu að koma taug yfir í bát­inn, en sjó­maður­inn var orðinn ör­magna vegna sjó­lags og vinnu við að draga taug­ar á milli báta. Björg­un­ar­sveit hafi því þirft að koma manni yfir í bát­inn til að aðstoða hann þar til í land yrði komið.