Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík bikarmeistari í stúlknaflokki

Njarðvíkingar eru bikarmeistarar í stúlknaflokki eftir hörkuleik gegn KR í Laugardalshöllinni í dag.

Njarðvíkurstúlkur hófu leikinn af krafti og náðu fljótlega ágætis forystu, en KR-ingar gáfust ekki upp og minnkuðu muninn niður í tvö stig. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en það var lið Njarðvíkinga sem stóð uppi sem sigurvegari í leikslok 62-69.

Vilborg Jónsdóttir  var valin maður leiksins en hún skoraði 25 stig, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

Tölfræði leiksins

Mynd: KKÍ