Grindvíkingar röðuðu inn mörkum gegn Selfossi
Grindvíkingar mættu heldur betur endurnærðir eftir stutt frí frá boltanum þegar þeir tóku á móti Selfyssingum í Grindavík í kvöld. Liðið skoraði fimm mörk gegn engu gestanna. Grindvíkingar eru þar með komnir með 24 stig í 5. sæti deildarinnar.
Það voru þeir Björn Berg, Alex Freyr og Hákon Ívar sem buðu uppá markaveisluna að þessu sinni og skoruðu þeir tveir síðarnefndu tvö mörk hvor.