Nýjast á Local Suðurnes

Frábær árangur hjá DansKompaní – Allir á verðlaunapall

Nemendur DansKompaní sópuðu til sín verðlaunum á undankeppni Dance World Cup sem haldin var í Borgarleikhúsinu í dag.

Alls framkvæmdu nemar úr DansKompaní 21 atriði og lentu þau öll á verðlaunapalli og komust öll inn í Íslenska landsliðið.

Þrjú atriði lentu í þriðja sæti, tvö atriði í öðru sæti og hvorki fleiri né færri en sextán atriði lentu í fyrsta sæti.