Nýjast á Local Suðurnes

Útsýnispallar við Brimketil opnaðir á föstudag

Nýju útsýnispallarnir við Brimketil verða formlega opnaðir á morgun, föstudaginn 2. júní klukan 12:00, og býður Reykjanes UNESCO Global Geopark til opnunarhátíðar. Að formlegri opnun lokinni verður boðið upp á veitingar í Kvikunni í Grindavík.

Opnunin er hluti af dagskrá Geopark-viku á Reykjanesi sem fer fram dagana 29. maí – 3. júní.