Langar raðir mynduðust vegna veikinda starfsfólks

Örtröð myndaðist á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir að veikindi komu upp í öryggisleit flugvallarins. Náði röðin niður í komusal þegar mest lét. Vísir greindi fyrst frá.
Búið er að greiða úr röðinni samkvæmt upplýsingum frá Isavia.
Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við RÚV að hátt í tíu starfsmenn hafi tilkynnt veikindi í morgun.