Nýjast á Local Suðurnes

Vefur Stapaskóla kominn í loftið

Vefsíða fyrir Stapaskóla í Dalshverfi í Innri-Njarðvík er komin í loftið. Á vefsíðunni má nálgast allar upplýsingar um skólann og skólaumhverfið, fréttir úr skólastarfi og tilkynningar er varðar skólann og nemendur. Skólinn er nú rekinn í bráðabirgðarhúsnæði en unnið er af fullum krafti við byggingu nýja skólahúsnæðisins.

Skólinn var fyrst um sinn rekinn sem útibú frá Akurskóla, en í mars síðastliðnum var Gróa Axelsdóttir ráðin skólastjóri og Heiða Mjöll Brynjarsdóttir aðstoðarskólastjóri síðastliðið sumar. Skólinn er sem stendur fyrir nemendur í 1. – 5. bekk. Nýi skólinn verður hins vegar fyrir nemendur í 1. – 10. bekk og leikskóli í senn, ásamt því að vera menningarmiðstöð fyrir grenndarsamfélagið.