Nýjast á Local Suðurnes

Sigvaldi lofaði að “slumma” enskan hund ef Ísland ynni – Vinirnir heimta myndband!

Það á ekki af honum Sigvalda Arnari Lárussyni að ganga, en lögreglumaðurinn góðkunni notaði samfélagsmiðilinn Facebook til að heita því að “slumma” enskan hund ef Ísland legði England að velli í 16 liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu.

Sigvaldi Arnar hefur áður þurft að súpa seyðið af Facebook færslum varðandi íslenska landsliðsmenn en hann gekk sem kunnugt er frá Reykjanesbæ til Hofsóss eftir að hafa heitið því að gera svo ef knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson yrði ekki kosinn íþróttamaður ársins árið 2014 – Gylfi náði ekki kjöri og efndi Sigvaldi loforðið, gekk til Hofsóss og safnaði rúmum tveimur milljónum króna, sem hann gaf svo til góðra málefna.

Af ummælum við færslu Sigvalda Arnars að dæma er ljóst að kappinn mun að öllum líkindum einnig þurfa að standa við stóru orðin í þetta skiptið, því Facebookvinirnir heimta sönnun og það helst á myndbandi!