Nýjast á Local Suðurnes

Vinabæjarjólatré brotnaði í tvennt

Vinabæjarjólatré sem Reykjanesbær fékk að gjöf frá Kristiansand og stendur í skrúðgarðinum í Keflavík brotnaði í tvennt í veðurofssnum sem nú gengur yfir.

Þetta fimmtugasta og áttunda tréð og jafnframt það síðasta sem sveitarfélagið fær frá vinabæ sínum en ástæðan er sú að fyrr á þessu ári sleit Kristiansand formlegu vinabæjarsamstarfi við norræna vinabæi sína, þar á meðal Reykjanesbæ.

Mynd: Elmar Þór Hauksson