Nýjast á Local Suðurnes

Lokið við að setja upp hjólabrettapalla í Grindavík – Sviðsstjóri kenndi börnunum

Á skólalóð Hópsskóla í Grindavík hefur  verið lokið við að setja upp hjólabrettapalla, samkvæmt upphaflegu skipulagi skólalóðar. Pallar þessir eru viðbót við aðra leikaðstöðu á lóðinni og hafa nemendur verið áhugasamir um þessar framkvæmdir.

Ármann Halldórsson faðir eins nemenda við skólann en jafnframt sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar, leit við í einum frímínútum og sýndi nemendum undirstöðuatriðin þegar verið er á bretti.

Fórst honum það vel úr hendi enda þaulreyndur á hjólabretti. Lagði hann ríka áherslu á að nemendur gættu sín ávallt á því að vera með hjálm þegar leikið væri á hjólabrettapöllunum. Margir nemendur fengu að prófa að fara eina ferð og þótti þeim það voða spennandi, segir á heimasíðu grunnskólans.