Nýjast á Local Suðurnes

Veittu fjölda styrkja á Nettódegi

Samkaup rekur meðal annars Nettó verslanirnar

Hinn árlegi Nettódagur var haldinn þann 2. desember síðastliðinn.

Farið var yfir umhverfismarkmið fyrir árið 2020 og kynnt aðgerðaáætlun sem nær yfir innri og ytri starfsemi Nettó.

Þá voru einnig veittir árlegir styrkir til góðgerðastarfa og hlutu eftirfarandi styrki að þessu sinni:

Velferðarsjóður Suðurnesja/Keflavíkurkirkja
Grindavíkurkirkja
Njarðvíkurkirkja
Fjölskylduhjálp Íslands
Hjálparstarf Kirkjunnar
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
Rauði Krossinn á Egilsstöðum
Samfélagssjóðurinn
Ljósið
Kirkjan/”Borgarnes borðar saman”