Bílvelta á Reykjanesbraut í nótt
Ökumaður bifreiðar sem valt á Reykjanesbraut í nótt slapp ómeiddur úr veltunni, en bíllinn er mjög illa farinn eftir að hafa farið utan í vegrið og nokkrar veltur.
Fram kemur á mbl.is að slysið hafi orðið vestan við Grindavíkurafleggjara, þar sem Reykjanesbæjarskiltið er staðsett. Ökumaðurinn var einn í bílnum.