Nýjast á Local Suðurnes

60 frá Suðurnesjum í yngri landsliðunum í körfuknattleik

Þjálfarar yngri liða drengja og stúlkna í U15, U16 og U18, hafa valið sína æfingahópa fyrir fyrstu æfingar liðanna milli jóla og nýárs og boðað leikmenn til æfinga.

Vinna við æfinganiðurröðun er að hefjast og er stefnt á að U18 ára liðin æfi dagana 20.-22. desember og U15 og U16 liðin dagana 27.-29. desember og fara æfingarnar fara fram á suðurhorni landsins. U20 ára liðin munu verða valin í janúar og æfa í febrúar.

Alls eru 188 leikmenn boðaðir til æfinga nú frá 23 félögum, en þar af eru 60 frá Suðurnesjaliðunum Grindavík, Keflavík og Njarðavík.