Nýjast á Local Suðurnes

Bryngeir þjálfar Víðismenn í fótboltanum

Víðir í Garði hefur komist að samkomulagi við Bryngeir Torfason um að taka við þjálfun meistaraflokks félagsins sem leikur í 2. deild karla á komandi leiktíð. Víðir hefur verið að leita sér að þjálfara eftir að Tommy Nielsen hætti eftir sumarið og tók við yngri flokka þjálfun hjá Þrótti Reykjavík.

Bryngeir hefur mikla reynslu í þjáflun yngri leikmanna og hefur UEFA A þjálfaragráðu. Hann hefur þjálfað yngri flokka hjá Breiðablik, Fjölni og Fylki, KR og HK með góðum árangri. Bryngeir þjálfaði Reynir Sandgerði sumarið 2008. Hann tók einnig við tímabundinni þjálfun mfl HK ásamt Tryggva Guðmundssyni árið 2013.

Víðismenn áttu sem kunnugt er frábært tímabil síðasta sumar, þar sem liðið tryggði sér sæti í annari deildinni.