Malbika Garðskagaveg á miðvikudag
Miðvikudaginn 10. júní er stefnt á að malbika gatnamót við Garðskagaveg og Garðbraut. Garðskagavegur verður lokaður að hluta og verður hjáleið um Útgarðsveg og Skagabraut á meðan framkvæmdum stendur.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 08:00 til kl. 18:00.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.