Nýjast á Local Suðurnes

Geðveikt kaffihús og markaður

Björgin, Geðræktarmiðstöð Suðurnesja verður með Geðveikt kaffihús og markað fimmtudaginn 10. október á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn að Suðurgötu 12-15 (Hvammur) frá kl. 12.00-17.00.

Handgerðir munir til sölu. Nýbakaðar vöfflur og heitt kaffi á könnunni á góðu verði. Í tilkynningu er fólk hvatt til að kíkja við, styrkja gott málefni og eiga góðar stundir.