Nýjast á Local Suðurnes

Kvennalið Njarðvíkur leikur í Dominos-deildinni á næsta tímabili

Njarðvíkingar sömdu á dögunum við unga og efnilega leikmenn sem nú fá tækifæri í Dominos-deildinni

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur þegið boð KKÍ um að leika í Dominos deildinni á komandi tímabili. Síðustu tvö tímabil hefur kvennalið Njarðvíkur leikið í 1. deild en verið í toppbaráttu bæði árin.

„Það var aldrei spurning um að taka sætið þegar KKÍ hafði samband við okkur. Stefnan hefur alltaf verið að koma liðinu aftur upp. Við erum með ungt og efnilegt lið og teljum þær fullfærar að spila í efstu deild. Auk þess er leikmannamarkaðurinn opinn og munum við reyna að styrkja liðið á næstu dögum. Ég ræddi stuttlega við stelpurnar í gær og heyrði strax á þeim að þær voru klárar í þetta verkefni. Það er því spennandi tímabil framundan hjá Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. „ Segir Róbert Þór Guðnason varaformaður KKD. Njarðvík.