Nýjast á Local Suðurnes

Mögulegt að græða vel ef Ísland leggur Portúgal að velli í kvöld

Íslendingar leika gegn Portúgal í kvöld á EM í knattspyrnu og veðbankarnir hafa gert sig klára með stuðlana fyrir leikinn. Hægt verður að tippa á allt milli himis og jarðar, fyrir leik og á meðan á honum stendur.

Lausleg könnun Suðurnes.net sýnir að breski veðbankinn Betfair býður upp á einna bestu stuðlana sem í boði eru á markaðnum, til dæmis er mögulegt að 150 falda þá upphæð sem lögð er undir á að Ísland hafi 3-0 sigur og ef leikmaður Íslands skorar þrennu má bæta um 100 földun við þá upphæð. Stuðullinn fyrir sigur Íslands er 9,5 og 1,5 á að Portúgal hafi sigur.

Betfair býður um þessar mundir upp á 200 Evru bónus til þeirra sem skrá sig á síðuna og tippa á íþróttir, en veðbankinn býður meðal annars upp á þann möguleika að leggja undir á meðan á leik stendur.