Nýjast á Local Suðurnes

Dómsmál gegn Reykjanesbæ og Thorsil tekið fyrir í lok ágúst.

Dómsmál Atlantic Green Chemicals á hendur Reykjanesbæ, Reykjaneshöfnum og Thorsil verður tekið fyrir í lok þessa mánaðar, þetta kemur fram á Eyjunni

Forsaga málsins er sú að Atlantic Green Chemicals telja sig eiga tilkall til lóðar, til að reisa þar lífalkóhól og glýkólverksmiðju, sem nú er búið að úthluta Thorsil undir kísilver. Fyrirhuguð uppbygging kísilvers Thorsil hefur vakið verulegar deilur í Reykjanesbæ.

Jón Jónsson, lögmaður AGC, segir við Eyjuna að fyrirtækið hafi um langa hríð unnið að undirbúningi verksmiðjunnar og þá einkum árið 2011.

Þá átti fyrirtækið í samskiptum við bæjarstjóra Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnir. Eftir einn slíkan fund fengu menn staðfest í tölvupósti að Reykjaneshöfn væri tilbúin til að úthluta AGC lóðinni Berghólabraut 4.