Nýjast á Local Suðurnes

Ekkert nýtt smit og á þriðja tug batnað

Ekkert nýtt kórónuveirusmit greindist á Suðurnesjum síðastliðinn sólarhring,  þannig að 77 einstaklingar hafa hingað til smitast af veirunni á Suðurnesjasvæðinu samkvæmt nýjustu tölum á vef Embættis landlæknis og Almannavarna, covid.is.

 Þá hefur töluverður fjöldi Suðurnesjafólks snúið úr sóttkví, en nú sæta 108 einstaklingar sóttkví á svæðinu samkvæmt sama vef, en voru vel á fimmta hundraðið þegar mest var.
Þá kom fram í síðustu fundargerð Neyðarstjórnar Reykjanesbæjar að 25 manns hafi batnað af sjúkdómnum, en þær tölur eru síðan 8. apríl.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja birtir reglulega fréttir af starfseminni á Facebook og eru Suðurnesjamenn eru hvattir til að fylgja HSS á Facebook.