Nýjast á Local Suðurnes

Guðbrandur tekjuhæstur sveitarstjórnarmanna

Guðbrandur Einarsson er til hægri á myndinni

Guðbrand­ur Ein­ars­son, odd­viti Beinn­ar leiðar í Reykja­nes­bæ, var tekju­hæst­ur sveit­ar­stjórn­ar­manna á landinu á síðasta ári, en hann var með 2,85 millj­ón­ir króna í meðal­tekj­ur á mánuði, samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út fyrir skömmu.

Laun bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ eru þó ekki þetta góð, en það skýringin á þetta háum tekjum koma til af því að bæjarfulltrúinn leysti út upp­safnaðan líf­eyr­is­sparnað á ár­inu upp á ann­an tug millj­óna og greiddi af hon­um skatt.

Guðbrandur skýrði frá þessu á Facebook, en þar segir hann meðal annars að einhver bið verði á því að hann komist upp fyrir Gunn­ar Ein­ars­son, bæj­ar­stjóra í Garðabæ, sem hafði 2,65 millj­ón­ir í meðaltekjur á mánuði á síðasta ári.