Nýjast á Local Suðurnes

DV birtir falskar fréttir og notast við falsaðar ljósmyndir

Leoncie er ósátt við bæjaryfirvöld, lögreglu og þá sem aka ítrekað á bifreið hennar

Söngkonan Leoncie vandar fréttamiðlinum DV ekki kveðjurnar í stuttri en hnitmiðaðri færslu á Facebook, en þar heldur indverska prinsessan því fram að miðillinn flytji falskar fréttir af henni, auk þess að notast við falsaðar ljósmyndir.

“DV is a FAKE NEWS SNEPILL, and DV cannot sell unless they write their FAKE NEWS about me with fake photo´s.” Segir söngkonan góðkunna í færslunni og vísar þar væntanlega í frétt DV af máli sem kom upp við heimili hennar á dögunum þegar bílstjóri hópferðafyrirtækis ók gegn einstefnu.

Leoncie hefur margoft kvartað, bæði til lögreglu og umhverfissviðs Reykjanesbæjar, vegna hraðaksturs og aksturs gegn einstefnu við götuna, eins og Suðurnes.net hefur áður greint frá og fékk blaðamaður meðal annars að skoða fjölmargar upptökur úr eftirlitsmyndavélum söngkonunnar sem sýna ógætilegan akstur við götuna.

Rétt er að taka fram að myndin sem fylgir fréttinni er unnin í þar til gerðu forriti.