Nýjast á Local Suðurnes

Dósasel opnar á þriðjudag á nýjum stað – “Þökkum ómetanleg framlög og aðstoð”

Mynd: Facebook/Ásmundur Friðriksson

Endurvinnslan Dósasel opnar á nýjum stað, við Hrannargötu 6, í Reykjanesbæ á þriðjudag. Starfsmenn Dósasels, ásamt sjálfboðaliðum, hafa undanfarna fimm mánuði unnið við að koma nýja húsnæðinu í stand.

Opnunartíminn á nýja staðnum verður frá klukkan 12:00-16:30 mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum verður opið frá 9:30-13:00. Ekki verður greitt út í peningum á nýja staðnum, heldur verða greiðslur færðar með kortavél.

Alþingismaðurinn Ásmundur Friðriksson hefur lagt hönd á plóg og greinir frá því að opnað verði á þriðjudag þó formleg opnun verði í byrjun maí – Ásmundur greinir frá þessu á Facebook síðu sinni og segist þakklátur þeim sem hafa hjálpað til við flutningana og standsetningu húsnæðisins.

“Þökkum öllum fyrir ómetanleg framlög og aðstoð sem þökkuð verður við formlega opnun í byrjun maí.” Segir Ásmundur meðal annars í Facebook-færslu sinni, en þar er einnig að finna myndir frá framkvæmdunum.