Nýjast á Local Suðurnes

Tólf ára skrapp á fjórhjóli í skólann

Myndin tengist fréttinni ekki neitt nema að því leiti að á henni er fjórhjól

Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um 12 ára pilt á litlu fjórhjóli í umferðinni á dögunum. Lögregla hafði tal af pilti og kom þá í ljós að hann hafði stolist á hjólinu og skroppið að skólanum sínum.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að drengnum hafi verið tjáð að svona nokkuð mætti hann alls ekki gera og sagðist hann hafa fullan skilning á því.