Nýjast á Local Suðurnes

Startup Tourism í Reykjanesbæ

Startup Tourism er nýr viðskiptahraðall sem er ætlað að stuðla að faglegri undirstöðu hjá nýjum fyrirtækjum í ferðaþjónustu og dreifingu ferðamanna í kringum landið, allt árið um kring.

Í því tilefni verður haldið Startup Tourism Speed Date milli þátttakenda og mentora sem munu taka þátt í Startup Tourism í Reykjanesbæ þann 9. desember nk. Dagskrá hefst kl. 14:30 og lýkur um kl. 17:00.

Þátttakendur fá einstakt tækifæri til að móta sínar hugmyndir og ræða mögulegar útfærslur með reynsluboltum úr atvinnulífinu.  Mentorarnir sem mæta eru úr hópi þeirra sem munu hjálpa teymunum sem taka þátt í viðskiptahraðlinum sjálfum.

Þátttaka í Startup Tourism Speed Date stendur áhugasömum til boða frítt en nauðsynlegt er að skrá sig á vefsíðu Startup Tourism, startuptourism.is, eða í hlekknum hér að neðan.

Staðsetning Startup Tourism Speed Date er Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 3. hæð í sal sem heitir Markland.

Hægt er að skrá sig á Startup Tourism Speed Date með því að smella hér og allar upplýsingar um verkefnið er að finna hér.