Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara í Evrópuúrvalinu á Madrid Invitational í crossfit sem fer fram í dag

Madrid Invitational mótið í crossfit fer fram í dag, en þar eigast við úrvalslið frá Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Það þarf ekki ð koma á óvart að Ragnheiður Sara Sigmunsdóttir er í úrvalsliði Evrópu en auk hennar koma frá Íslandi þau Katrín Tanja Davíðsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson.

Hægt er að sjá kynningu á keppendum Evrópuúrvalsins hér. Mótið hefst klukkan tvö í dag og hægt verður að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu hér.