Nýjast á Local Suðurnes

Tvíhöfði í Njarðvík í kvöld – Nýr þjálfari kynntur til leiks

Tveir leikir verða á dagskrá í Ljónagryfju þeirra Njarðvíkinga í kvöld, fyrri leikur kvöldsins er kl. 18:00 þegar Njarðvík og Stjarnan mætast í Domino´s-deild kvenna og sá síðari klukkan 20:15 þegar karlaliðið mun taka á móti toppliði ÍR.

Njarðvíkingar kynna nýjan þjálfara til leiks hjá kvennaliðinu, en Ragnar Ragnarsson tók við þjálfun liðsins á dögunum. Njarðvíkurkonur hafa ekki unnið leik í deildinni til þessa en komust í undanúrslit bikarkeppninnar þar sem þær töpuðu gegn Keflavík í háspennuleik.

Þá mætast Njarðvík og topplið ÍR kl. 20:15 í Domino´s-deild karla en ÍR eru í toppsæti deildarinnar á meðan Njarðvíkingar verma það fimmta.