Nýjast á Local Suðurnes

Allt sem var í búrskápnum til sýnis á Ljósanótt

Fjölmargar listasýningar verða að venju í boði á Ljósanótt, ein þeirra er afar áhugaverð, fyrir þær sakir að listakonan Elsa Dórothea Gísladóttir tók allt sem var í búrskápnum hennar, lagði í bleyti og lét spýra. Afraksturinn er áhugaverður og verður til sýnis á Ljósanætursýningu Listasafns Reykjanesbæjar „Framtíðarminni“ ásamt fleiri áhugaverðum listaverkum.

Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 1. september kl. 18:00, ásamt fleiri sýningum í Duus Safnahúsum. Á myndinni ræða Inga Þórey Jóhannsdóttir sýningarstjóri og Elsa Dótothea málin.All