Nýjast á Local Suðurnes

Airport Associates verður hluthafi í WOW-air

Airport Associates, þjónustuaðili WOW-air á Keflavíkurflugvelli er einn þeirra kröfuhafa sem hafa samþykkt að breyta skuldabréfum sínum í WOW air í hlutafé.

Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, segir að það sé hlutverk nýrra hluthafa að ákveða hver stýri félaginu í framtíðinni. Hann segist styðja að Skúli verði áfram forstjóri.

„Ég myndi gera það. Hann er búinn að gera stórkostlega hluti, mikið af mistökum líka, en lyfta grettistaki við að umbreyta félaginu aftur í rekstrarhæft form til framtíðar. Ég myndi gera það 100 prósent,“ segir Sigþór í samtali við Vísi.is, en tekur fram að hann ráði því að sjálfsögðu ekki einn og það komi fleiri að þeirri ákvörðun.