Nýjast á Local Suðurnes

Eysteinn Húni aðstoðar Þorvald hjá Keflavík

Eysteinn Húni Hauksson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari hjá 1. deildarliði Keflavíkur í knattspyrnu. Þorvaldur Örlygsson tók við Keflavík í haust og mun Eysteinn vera honum til halds og trausts. Þetta kemur fram á fótbolti.net.

Eysteinn er öllum hnútum kunnugur í Keflavík en hann spilaði með liðinu nánast samfleytt frá 1993 til 2001. Eysteinn mun einnig koma að öðrum verkefnum í Keflavík auk þess að vera aðstoðarþjálfari.

Undanfarin tvö ár hefur Eysteinn þjálfaði yngri flokka hjá ÍBV í Vestmannaeyjum.  Þar áður þjálfaði hann meistaraflokk Hattar á Egilsstöðum og kom liðinu meðal annars upp í 1. deild árið 2011.