Nýjast á Local Suðurnes

Fann umtalsverða upphæð í reiðufé og kom í réttar hendur

Ungur maður sem varð fyrir því óláni að týna um 160 þúsund krónum í reiðufé fékk upphæðina til baka frá heiðarlegum borgara sem hafði fundið peninginn fyrir utan söluturn í Reykjanesbæ.

Tvær auglýsingar birtust nær samtímis á íbúasíðunni Reykjanesbær – Gerum góðan bæ betri, hvar annars vegar var auglýst eftir hinum týnda pening og hinsvegar lýsti finnandi eftir eiganda peningana sem þannig komust í réttar hendur, eftir því sem segir í umræðum um málið við færslurnar.