Nýjast á Local Suðurnes

Haukur Helgi til Njarðvíkur

Erlend og innlend lið hafa áhuga á að fá Hauk Helga í sínar raðir

Haukur Helgi Pálsson landsliðmaður í körfuknattleik mun að öllum líkindum ganga til liðs við lið Njarðvíkur í Domino’s-deild karla, en hann leikur um þessar mundir í þýsku 1. deildinni. Þetta kemur fram á Vísi.is.

Haukur Helgi átti einnig í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en samkvæmt heimildum Vísis kom ekkert út úr þeim. Allar leiðir liggja til Njarðvíkur. Það eina sem stendur í vegi fyrir að tilkynnt verði um skiptin eru viðræður við erlent félag.

Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, staðfesti í samtali við Vísi að félagið hefði verið í viðræðum við kappann undanfarið en ekki væri búið að ganga frá neinu. Hann taldi að málin myndu skýrast á næstu dögum.