Brynjar Atli og Ísak Óli fara á NM U17 ára í knattspyrnu

Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Finnlandi en leikið verður dagana 3. – 9. ágúst. Tveir Suðurnesjadrengir eru í hópnum, þeir Brynjar Atli Bragason úr Njarðvík og Ísak Óli Ólafsson úr Keflavík.
Brynjar Atli hefur leikið tvo U17 landsleiki og Ísak Óli þrjá, báðir léku þeir þessa leiki á UEFA móti sem fram fór í Finnlandi í maí síðastliðnum.
Ísland er í riðli með Færeyjum, Svíþjóð og Svartfjallalandi og er fyrsti leikurinn gegn síðastnefndu þjóðinni, segir í tilkynningu frá KSÍ.