Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla elti bifreið á miklum hraða í gegnum íbúðahverfi

Lögreglan á Suðurnesjum elti nú fyrir stundu bifreið á miklum hraða í gegnum íbúðahverfi í Innri Njarðvík. Að sögn sjónarvotta var bifreiðinni ekið á miklum hraða, meðal annars framhjá Akurskóla, þar sem börn voru við leik. Þá segja sjónarvottar einnig að lögregla hafi náð að stöðva bifreiðina neðar í hverfinu, með því að aka inn í hlið hennar.

Uppfært: Heimildir Rúv herma að barn hafi verið farþegi í bifreiðinni, en það hefur ekki verið staðfest af lögreglu. Lögreglan mun greina frá málinu síðar í dag, segir á vef mbl.is.