sudurnes.net
Lögregla elti bifreið á miklum hraða í gegnum íbúðahverfi - Local Sudurnes
Lögreglan á Suðurnesjum elti nú fyrir stundu bifreið á miklum hraða í gegnum íbúðahverfi í Innri Njarðvík. Að sögn sjónarvotta var bifreiðinni ekið á miklum hraða, meðal annars framhjá Akurskóla, þar sem börn voru við leik. Þá segja sjónarvottar einnig að lögregla hafi náð að stöðva bifreiðina neðar í hverfinu, með því að aka inn í hlið hennar. Uppfært: Heimildir Rúv herma að barn hafi verið farþegi í bifreiðinni, en það hefur ekki verið staðfest af lögreglu. Lögreglan mun greina frá málinu síðar í dag, segir á vef mbl.is. Meira frá SuðurnesjumRáðuneytið óskar eftir því að Gerðaskóli hætti að nota hvíldarherbergiLeikskóli í Njarðvík í tveggja daga sóttkvíTuttuguþúsundasti íbúinn fæddur – 33% fjölgun á sex árumMest lesið 2018: Ráðist á barn á körfuboltamóti og traðkað á DominospizzumKlúður bílageymslufyrirtækis: “Hver sem er virðist geta gengið inn og fengið lykla afhenta”Bílar teknir að fjúka og vegir lokaðirTveir urðu eftir í bænum við rýminguTveggja ára barn féll úr stigaFrystihús óstarfhæft vegna flóðaÓsáttir við orð ráðherra varðandi nauðungarsölu